„Bara geggjaður sigur, liðssigur myndi ég segja. Það var ekki einn einasti maður átti ekki sinni dag, það áttu allir sinn dag og glæsilegur sigur. Mögulega besti leikurinn í sumar" sagði Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Val í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 2 Breiðablik
„Valsliðið er hörkulið og það þurfti að hafa fyrir þessu og þetta var ekkert auðvelt en ef við spilum svona áfram að þá held ég að ekkert lið geti stoppað okkur.
Það er alltaf sætt að skora en svo lengi sem við vinnum leikina að þá skiptir ekki máli hver skorar"
Það vakti athygli fréttamanns að þú er teipaður á báðum höndum, hvað er málið með það?
„Heyrðu, það var stigið ofan á mig í síðasta leik og mögulega brákaður eða eitthvað svoleiðis á vinstri. En hérna lenti ég í golfveseni á hægri úlnliðnum og hann er búinn að vera í basli í nokkar vikur"
Nánar er rætt við Ísak hér að ofan.