Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bournemouth að kaupa kantmann Liverpool
Ben Doak hér fyrir miðju.
Ben Doak hér fyrir miðju.
Mynd: EPA
Bournemouth er að ganga frá kaupum á Ben Doak, kantmanni Liverpool.

Þetta herma heimildir The Guardian.

Doak kemur til með að fylla í skarðið sem Dango Ouattara skilur eftir sig. Brentford er að kaupa hann fyrir um 42 milljónir punda. Það er metfé fyrir Brentford.

Doak er 19 ára gamall en Bournemouth mun borga um 25 milljónir punda fyrir hann. Liverpool fékk Doak á 600 þúsund pund frá Celtic árið 2022.

Skotinn hefur heillað með Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann hefur spilað tíu leiki fyrir aðallið Liverpool Á síðasta tímabili lék hann á láni með Middlesbrough.
Athugasemdir
banner