Bournemouth er að ganga frá kaupum á Ben Doak, kantmanni Liverpool.
Þetta herma heimildir The Guardian.
Þetta herma heimildir The Guardian.
Doak kemur til með að fylla í skarðið sem Dango Ouattara skilur eftir sig. Brentford er að kaupa hann fyrir um 42 milljónir punda. Það er metfé fyrir Brentford.
Doak er 19 ára gamall en Bournemouth mun borga um 25 milljónir punda fyrir hann. Liverpool fékk Doak á 600 þúsund pund frá Celtic árið 2022.
Skotinn hefur heillað með Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann hefur spilað tíu leiki fyrir aðallið Liverpool Á síðasta tímabili lék hann á láni með Middlesbrough.
Athugasemdir