Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH fékk leikmann á gluggadeginum (Staðfest)
Kvenaboltinn
FH spilar í bikarúrslitum á morgun.
FH spilar í bikarúrslitum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið FH bætti við sig einum leikmanni rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Alexa Ariel Bolton samdi við félagið rétt áður en glugginn lokaði og kemur til með að spila með FH út tímabilið.

Hún er framliggjandi leikmaður sem spilaði fjóra leiki með FHL í Lengjudeildinni í fyrra. Í þessum fjórum leikjum skoraði hún eitt mark.

FH er að berjast á toppi Bestu deildarinnar en ásamt því mun liðið spila í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á morgun.

Alexa er komin með leikheimild með FH og getur spilað með liðinu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner