Nuno Espirito Santo lýsti yfir áhyggjum á fréttamannafundi í dag en honum þykir lið sitt, Nottingham Forest, þunnskipað nú þegar nýtt tímabil er að fara af stað.
Forest fær Brentford í heimsókn á sunnudaginn.
„Ég hef áhyggjur. Sérstaklega fyrir leikinn á sunnudag. Við erum að fara að spila erfiðan leik gegn góðu liði en erum ekki með nægilega marga kosti sem gætu gefið svörin sem við þurfum í leiknum. Það er okkar helsta áhyggjuefni. Við þurfum fleiri leikmenn," segir Nuno.
„Við þurfum annan markvörð í hópinn, við þurfum bakverði. Staðan er í lagi þegar kemur að miðvörðum. Dominguez er meiddur og Danilo er farinn. Við þurfum miðjumenn og líka vængmenn. í fremstu stöðuna erum við með Igor Jesus, Chris Wod og Taiwo Awoniyi en það myndi hjálpa að fá inn annan því leikjaálagið verður mikið."
Forest er á leið í Evrópudeildina en Nuno segir að leikmannahópurinn sé alls ekki á þeim stað sem hann vill að hann sé á þessum tímapunkti.
Athugasemdir