Varnarmaðurinn ungi Giovanni Leoni er orðinn leikmaður Liverpool en félagið kaupir hann á 26 milljónir punda frá Parma og gæti sú upphæð hækkað eftir ákvæðum. Hann gerir sex ára samning.
Leoni er 18 ára gamall miðvörður og er talið að hann verði í næsta landsliðshópi Ítalíu. Hann á sjö landsleiki fyrir U19 lið þjóðarinnar.
Hann vakti mikla athygli á síðasta tímabili með Parma í ítölsku A-deildinni, spilaði 17 leiki og skoraði eitt mark. Hann var áður hjá Padova og Sampdoria.
„Ég er mjög ánægður og stoltur af því að vera hérna. Ég var alveg upp með mér þegar ég heyrði af áhuga Liverpool," segir Leoni.
„Ég horfi á leikinn gegn Bournemouth í kvöld úr stúkunni og eftir leikinn hefst nýr kafli hjá mér."
Leoni er 18 ára gamall miðvörður og er talið að hann verði í næsta landsliðshópi Ítalíu. Hann á sjö landsleiki fyrir U19 lið þjóðarinnar.
Hann vakti mikla athygli á síðasta tímabili með Parma í ítölsku A-deildinni, spilaði 17 leiki og skoraði eitt mark. Hann var áður hjá Padova og Sampdoria.
„Ég er mjög ánægður og stoltur af því að vera hérna. Ég var alveg upp með mér þegar ég heyrði af áhuga Liverpool," segir Leoni.
„Ég horfi á leikinn gegn Bournemouth í kvöld úr stúkunni og eftir leikinn hefst nýr kafli hjá mér."
Giovanni Leoni is a Red. pic.twitter.com/xMXH9fXnVp
— Liverpool FC (@LFC) August 15, 2025
"I want to improve a lot with my new teammates in training and after on the pitch, in the Premier League and the Champions League."
— Liverpool FC (@LFC) August 15, 2025
Watch Giovanni Leoni's first interview as a Liverpool player on All Red video ????
Athugasemdir