Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 15:15
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Vona að Savinho verði hér í mörg ár
Savinho á æfingu með Manchester City.
Savinho á æfingu með Manchester City.
Mynd: EPA
Framtíð brasilíska kantmannsins Savinho hjá Manchester City hefur verið nokkuð í umræðunni en Tottenham hefur sýnt honum áhuga.

Það var alveg ljóst á orðum Pep Guardiola, stjóra City, á fréttamannafundi í dag að hann vill halda honum.

„Ég vil halda honum hjá okkur á þessu tímabili og vonandi verður hann hjá City í mörg ár," segir Guardiola.

„Hann er 21 árs og er mikið efni, hann hefur pilað fjölmargar mínútur. Hann þarf að bæta sig, meðal annars í ákvarðanatökum. Hann er geggjaður leikmaður."

„En það er hugarfar og löngun leikmannsins sem skákar öllu öðru og eftir það þarf að gera samkomulag við félagið. Ef þú gerir ekki samkomulag, þá verður leikmaðurinn hér."
Athugasemdir
banner