Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Engin leið fyrir Coote til baka
Mynd: EPA
Howard Webb, yfirmaður dómaramála á Englandi, telur að það sé engin leið til baka fyrir David Coote í dómgæsluna.

Coote fékk í þessari viku bann frá enska sambandinu fyrir ummæli sem hann hafði um Jurgen Klopp á myndbandi sem fór í dreifingu á síðasta ári. Annað myndband lak svo út þar sem Coote sést taka kókaín og samningi hans sem úrvalsdeildeildardómari var rift.

Coote baðst afsökunar á hegðun sinni í viðtali og greindi einnig frá því að hann væri samkynhneigður, eitthvað sem hann hafði haldið leyndu af ótta við illgjörn viðbrögð.

Webb segir að það sé ómögulegt fyrir Coote að snúa aftur í bransann.

„Ég er hræddur um að það sé mjög erfitt fyrir David að koma til baka. Við höldum sambandi við hann, hann var í dómarafjölskyldunni okkar og þjónaði leiknum lengi. Það er leiðinlegt hvað gerðist en það yrði áskorun fyrir hann að koma til baka. David tók slæmar ákvarðanir utan vallar og það er öllum ljóst," segir Webb.

Hann segir að innan dómarasambandsins hafi skapast umræða um andlega líðan dómara, umræða sem hafi ekki átt sér stað áður.
Athugasemdir
banner
banner