sun 15. september 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi tekinn út af - „Skil ekki alltaf ákvarðanir Marco Silva"
Gylfi og félagar.
Gylfi og félagar.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli þegar Everton tapaði gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

Gylfi var tekinn út af stuttu áður en Bournemouth skoraði sitt þriðja mark. Leikurinn endaði 3-1.

Bjarni Þór Viðarsson, sem var eitt sinn á mála hjá Everton, þykir það undarlegt að Marco Silva, stjóri Everton, hafi ákveðið að taka Gylfa út af á þessum tímapunkti. Morgan Schneiderlin var skilinn eftir inn á og Gylfi var tekinn út af.

„Ég skil ekki alltaf ákvarðanir Marco Silva. Hann tekur Gylfa og Calvert-Lewin, sem skoraði markið, út af. Hann settur Kean og Bernard inn á, í staðinn fyrir að taka Morgan Schneiderlin út af," sagði Bjarni í þættinum Völlurinn á Síminn Sport.

„Ég hef ekki mikla trú á Schneiderlin aftast á miðjunni. Frekar að taka hann út af og auka í sókninni, halda Gylfa inn á - hann er alltaf líklegur. Mér fannst hann ekki slakur í þessum leik."

„Það er ekki að virka að hafa Schneiderlin aftast á miðjunni, hann gefur alltof mikið til baka og alltof mikið til hliðar. Það er mjög erfitt fyrir Gylfa að spila fyrir framan hann," sagði Bjarni.

Everton er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fimm leiki með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner