Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 15. september 2020 15:10
Magnús Már Einarsson
KR vill undanþágu - Næsti leikur á Íslandi eftir fjórar vikur?
KR fagnar marki.
KR fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar KR vilja fá undanþágu frá því að fara í heimkomusóttkví eftir leik sinn gegn Flora Tallinn í Evrópdeildinni í Eistlandi á fimmtudag.

Ef KR þarf að fara í fimm daga sóttkví er ljóst að liðið spilar ekki gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni á sunnudag.

„Að óbreyttu verður enginn leikur á móti Breiðabliki á sunnudaginn," sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net í dag.

„Við höfum engan áhuga að spila þennan leik við Breiðablik ef við erum í vinnusóttkví. Annað hvort erum við í sóttkví eða ekki. Ef stjórnvöld meta það sem svo að við séum ekki færir að vera utan sóttkvíar þá höfum við ekki áhuga að setja Blika eða aðra í hættu með því að spila í vinnusóttkví."

„Við teljum að ef leikurinn á að fara fram þá þurfi stjórnvöld að viðurkenna það að við séum að lágmarka smithættu með því að vera í „búbblu" sem UEFA er með hjá liðum í Evrópuleikjum erlendis. Við erum ekki hefðbundnir ferðamenn og eigum að okkar mati ekki að falla undir þessi ströngu sóttvarnarskilyrði."


Ef KR vinnur Flora Tallinn fer liðið aftur út í næstu viku og mætir sigurliðinu úr leik Linfield frá Norður-Írlandi og Floriana frá Möltu, í 3. umferð fimmtudaginn 24. september.

Ef KR myndi líka vinna þar þá færi liðið í umspil um sæti í Evrópudeildinni fimmtudaginn 1. október. Eftir það tekur við landsleikjahlé en A-landslið og U21 landslið Íslands eiga leiki snemma í október.

Gildi heimkomusóttkví áfram í Evrópuleikjum er mögulegt að KR spili ekki leik í Pepsi Max-deildinni fyrr en eftir rúman mánuð. KR á ennþá tíu deildarleiki eftir auk þess sem liðið er komið í undanúrslit í Mjólkurbikarnum þar sem spilað verður í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner