Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. september 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Úr aðhlátursefni yfir til Tottenham
Matt Doherty fagnar marki með Úlfunum.
Matt Doherty fagnar marki með Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Tottenham keypti bakvörðinn Matt Doherty frá Wolves á 14,7 milljónir punda í sumar. Doherty á tíu ára feril að baki hjá Úlfunum en Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður FH, var samherji hans þar tímabilið 2012/2013.

Eggert og Doherty eru góðir félagar en þegar þeir léku saman leit lítið út fyrir að sá síðarnefndi myndi slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er skemmtileg saga. Hann var keyptur eftir að hafa átt leik lífs síns í æfingaleik á undirbúningstímabili á móti Wolves," sagði Eggert í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

„Þegar ég var þarna þá var hann mjög langt frá því að vera klár. Hann var sendur á lán til Bury og HIbernian og var eiginlega aðhlátursefni á þeim tíma. Hann er frábær drengur en maður sá ekki alveg fyrir á þessum tíma að hann myndi ná svona svakalega langt."

Wolves féll úr ensku úrvalsdeildinni þegar Eggert spilaði með liðinu en undanfarin ár hefur liðið tekið stór skref fram á við. Eggert ræddi nánar um Wolves í útvarpsþættinum en spjallið við hann hefst eftir rúmar 67 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Íslenski, landsliðið og Eggert Gunnþór
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner