Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mið 15. september 2021 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Hallsson: Það verða þá fréttir fyrir mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn ÍA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég hafði nokkuð gaman af fyrri hálfleiknum, sérstaklega þangað til að við skoruðum. Mér fannst vera mikið hungur í okkur og frumkvæðið okkar megin. Mér fannst við fara að bíða eftir að hálfleikurinn kláraðist, þá fáum við þetta jöfnunarmark á okkur og það hafði vond áhrif," sagði Arnar.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  3 ÍA

„Mér fannst ekkert í gangi hjá ÍA, þó að að Þórður muni ábyggilega segja að þetta hafi verið snilld þá var þetta helvítis grís."

Hver bjóst við þessu frá Þórði?

„Ekki hann og ekki við," sagði Arnar og hló. „Boltinn hrekkur til hans og einhvern veginn tekur hann tvöfaldan pírúett í gegn, helvíti fúlt fyrir okkur."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Um sumarið, sem hefur verið vonbrigði hjá ÍR í 2. deildinni, hafði Arnar meðal annars þetta að segja:

„Ég hélt og trúði að við myndum ná betri árangri í sumar, að við værum lengra komnir en því miður þegar á hólminn var komið þá vantaði of mikið. Það hjálpaði okkur ekki hversu stutt og brokkgengt undirbúningstímabilið var til að setja saman nýtt lið. En það breytir því ekki að við vorum með það innan seilingar að klóra okkur inn í mótið, komnir í takt en þá vantaði gæði og einbeitingu. Við mætum enn betri og ferskari til leiks á næsta ári."

Verðuru þjálfari ÍR á næsta tímabili?

„Ég veit ekki betur, það verða þá fréttir fyrir mér en það gerist ýmislegt í fótbolta."
Athugasemdir