Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. september 2022 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á Sancho að vera í hópnum frekar en Grealish?
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðshópurinn fyrir leiki gegn Ítalíu og Þýskalandi var í dag opinberaður.

Það vekur mikla athygli að Jadon Sancho sé ekki í hópnum en hann hefur leikið vel með Manchester United í upphafi tímabilsins.

Sancho hefur ekki leikið fyrir enska landsliðið síðan í október á síðasta ári.

Staðarmiðillinn Manchester Evening News vekur athygli á viðbrögðum stuðningsmanna Man Utd við þeim tíðindum að Sancho sé ekki í hópnum. Stuðningsfólk United er hissa á því að Luke Shaw og Harry Maguire, sem eru ekki byrjunarliðsmenn hjá Erik ten Hag, komist í hópinn en ekki Sancho.

Sancho er vissulega kantmaður og hinir tveir varnarmenn en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi alls tólf varnarmenn í hóp sinn í dag.

Þá hafa margir undrast á því að Sancho sé ekki í hópnum á meðan Jack Grealish, leikmaður Manchester City, kemst þar inn. Grealish hefur ekki leikið vel með City og er ekki fastmaður í liðinu þar.

Sé ekki að velja eftir árangri með félagsliðum
Darrent Bent, sem lék lengi vel sem sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni, tjáir þá skoðun sína á Twitter að Southgate sé ekki að hugsa út í gengi með félagsliðum þegar hann velur í landsliðshóp - það sé eitthvað annað að baki.

„Ég er byrjaður að hugsa til þess að það skipti engu máli hvernig þér gengur með félagsliði þínu," skrifar Bent.

Þess má geta að hópurinn í dag er síðasti landsliðshópur Englendinga fyrir HM í Katar.

Sjá einnig:
Enski landsliðshópurinn: Maguire valinn en ekki Sancho





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner