Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. september 2022 09:30
Aksentije Milisic
KF mun ekki framlengja við Slobodan Milisic
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mun ekki framlengja samninginn við þjálfara liðsins, Slobodan Milisic.


Míló, eins og hann er kallaður, er reynslumikill þjálfari en hann tók við liði KF árið 2017 en þá var það í 3. deildinni. Hann hefur stjórnað liðinu síðustu sex tímabil.

Á hans fyrsta tímabili á Ólafsfirði endaði KF í 5. sæti þriðju deildarinnar og árið eftir var liðið einungis nokkrum sekúndum frá því að komast upp í 2. deildina og hafnaði þá í 3. sætinu.

Það tókst hins vegar á hans þriðja ári að fara upp en tímabilið 2019 hafnaði KF í öðru sæti deildarinnar. Liðið hefur siglt lygnan sjó í annarri deildinni síðustu þrjú ár og ekki verið nálægt neinni fallbaráttu á þessum þremur tímabilum.

KF vann stórsigur í síðustu umferð en liðið lagði þá Reyni Sandgerði að velli með átta mörkum gegn þremur. Liðið er í sjöunda sætinu í 2. deildinni sem stendur en með sigri í lokaumferðinni á laugardaginn kemur getur liðið hafnað í því fimmta ef allt fer á besta veg.

Míló þjálfaði KA á árunum 2006-2007 og síðan BÍ/Bolungarvík, sem nú er Vestri, árið 2008, en á því tímabili kom hann liðinu upp um deild. Þá hefur hann verið að þjálfa yngri flokka hjá KA í mörg ár.

Ekki er ljóst hver tekur við KF en það ætti að skýrast á næstu vikum.

„Knattspyrnufélag Fjallabyggðar(KF) og Slobodan Milisic hafa gert samkomulag um að hann ljúki nú störfum sem þjálfari Meistaraflokks karla eftir sex frábær ár.
„Slobodan Milisic tók við KF árið 2017 á erfiðum tímapunkti þegar að liðið var að hefja sitt fyrsta tímabil í 3. Deild eftir fall árinu áður. Uppbygging á liðinu hófst og setti Milo sinn svip á liðið strax. Mikil endurnýjun átti sér stað og á Milo hrós skilið fyrir starf sitt með uppbyggingu á leikmönnum sem hafa verið að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk og skilað frábærum árángri í leiðinni. Milo stýrði liðinu í þrjú ár í 3. Deild og er að klára sitt þriðja tímabil í 2. Deild.

Milo á skilið endalausar þakkir fyrir vel unnin störf hjá félaginu og óskum við honum velfarnaðara í komandi framtíð," segir í tilkynningu frá KF.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner