Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er mikill karakter og verður hann tilfinningaríkur þegar hitinn er mikill í leikjum en gott dæmi má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Manchester City vann Borussia Dortmund, 2-1, eftir að hafa verið marki undir fram á 80. mínútu.
Guardiola var ekki ánægður með störf Daniel Orsato, dómara leiksins, og fór hann og ræddi málin við hann eftir leikinn.
Phil Foden var með stjóranum að ræða við Orsato og lét tilfinningarnar bera sig ofurliði.
Orsato var ekki í neinum gír til að hlusta á svívirðingar og spjaldaði því Guardiola sem sá strax að sér og faðmaði Orsato áður en hann lét sig hverfa en þessi kostulegu viðbrögð má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir