Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   sun 15. september 2024 13:07
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Fram og FH: Bæði lið gera markmannsbreytingu
Sindri Kristinn er á bekknum.
Sindri Kristinn er á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 14:00 í dag mætast Fram og FH í Úlfarsárdalnum í 22. umferð Bestu deildarinnar. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að skila sér í hús en bæði lið gera markmannskiptingu á liðunum sínum milli leikja.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 FH

Fram gerir þrjár breytingar á liðinu sínu eftir 1-0 tapið í Kórnum gegn HK. Tiago Fernandes, Stefán Þór Hannesson og Djenairo Daniels koma inn í liðið fyrir þá Frey Sigurðsson, Ólaf Íshólm Ólafsson og Magnús Þórðarson.

Heimir Guðjóns gerir þá tvær breytingar á FH-liðinu en þeir Daði Freyr Arnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen koma inn í liðið. Sindri Kristinn Ólafsson og Ingimar Stöle þurfa að víkja.

Sindri Kristinn hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í sumar en hann tekur sér sæti á bekknum í dag. Framarar gera þá einnig markmannsbreytingu en Ólafur Íshólm er ekki í hóp Framara í dag. Stefán Þór Hannesson spilar milli stanganna hjá Fram.


Byrjunarlið Fram:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
14. Djenairo Daniels
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið FH:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Arnór Borg Guðjohnsen
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Kristján Flóki Finnbogason
34. Logi Hrafn Róbertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner