Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 15. september 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Við í versta falli verðum núna jafnir Víkingum að stigum. Við erum með 49 stig og það er það næst mesta sem að Breiðablik hefur náð í 22 leikjum." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik settu pressu á Víkinga fyrir morgundaginn um hvor liðið endar í efsta sætinu þegar skiptingin fer fram og fær þá heimaleikinn í lokaumferðinni. 

„Þú getur horft á þetta á tvo vegu, að rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill. Þannig ef þú tekur hann út fyrir sviga og horfir á fyrstu fjóra leikina hjá liðunum í úrslitakeppninni þá fær liðið í öðru sæti þrjá heimaleiki og útileik á móti liðinu í 6.sætinu." 

„Liðið í fyrsta sæti fær tvo heima og tvo úti. Útileikirnir eru á móti liðunum í þriðja og fjórða. Þannig það er allt gert til að búa til úrslitaleik." 

„Það þýðir það líka að liðið sem lendir í öðru sæti að einhverju leyti gætu bara nýtt sér það að þetta sé svona og verið búnir að klára þetta fyrir síðasta leik. Hinsvegar ef þú ert í fyrsta sæti þá er auðvitað frábært að eiga síðasta leikinn heima þannig að í rauninni skiptir það ekki okkur öllu máli. Við erum búnir að líta á það hvor kostinn sem verður, hvort sem Víkingarnir vinni á morgun eða ekki að við séum í góðri stöðu og séum með þetta í okkar höndum og pælum bara ekkert meira í því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir