Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   sun 15. september 2024 20:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Við í versta falli verðum núna jafnir Víkingum að stigum. Við erum með 49 stig og það er það næst mesta sem að Breiðablik hefur náð í 22 leikjum." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik settu pressu á Víkinga fyrir morgundaginn um hvor liðið endar í efsta sætinu þegar skiptingin fer fram og fær þá heimaleikinn í lokaumferðinni. 

„Þú getur horft á þetta á tvo vegu, að rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill. Þannig ef þú tekur hann út fyrir sviga og horfir á fyrstu fjóra leikina hjá liðunum í úrslitakeppninni þá fær liðið í öðru sæti þrjá heimaleiki og útileik á móti liðinu í 6.sætinu." 

„Liðið í fyrsta sæti fær tvo heima og tvo úti. Útileikirnir eru á móti liðunum í þriðja og fjórða. Þannig það er allt gert til að búa til úrslitaleik." 

„Það þýðir það líka að liðið sem lendir í öðru sæti að einhverju leyti gætu bara nýtt sér það að þetta sé svona og verið búnir að klára þetta fyrir síðasta leik. Hinsvegar ef þú ert í fyrsta sæti þá er auðvitað frábært að eiga síðasta leikinn heima þannig að í rauninni skiptir það ekki okkur öllu máli. Við erum búnir að líta á það hvor kostinn sem verður, hvort sem Víkingarnir vinni á morgun eða ekki að við séum í góðri stöðu og séum með þetta í okkar höndum og pælum bara ekkert meira í því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner