Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. október 2020 21:30
Victor Pálsson
Wenger: Özil kann að berjast
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur trú á að Mesut Özil geti unnið sér inn byrjunarliðssæti undir stjórn Mikel Arteta.

Özil hefur leikið með Arsenal síðan 2013 en hefur misst sæti sitt í liðinu og fær ekki pláss á varamannabekknum.

Þessi 32 ára gamli leikmaður er oft gagnrýndur fyrir leti og óstöðugleika en Wenger þekkir hann vel og hefur trú á að hann geti unnið sér inn sæti.

„Ég veit ekki hvað gengur á daglega og hef aðeins eitt að segja - skapandi leikmenn eru með fuilkomnunaráráttu," sagði Wenger.

„Þeir eru viðkvæmari en aðrir og stundum þarf að hvetja þá áfram. Þeir taka meiri áhættur í sendingum og þurfa sjálfstraust. Þeir eiga þessa sendingu sem gerir lið hættuleg."

„Mesut Özil er magnaður knattspyrnumaður. Það sem gengur á tengist öðru en bara íþróttinni. Ef Özil getur ekki spilað í Evrópudeildinni.. Fyrirgefiði en þessi náungi er búinn að vinna titla og er heimsmeistari."

„Af hverju spilar hann ekki þessa stundina? Ég veit það ekki. Sem leikmaður verður þú að virða ákvörðun þjálfarans og berjast fyrir þínu. Hann getur barist, sama hvað sumir vilja meina. Hann er með gæðin til að vinna sér inn sæti í liðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner