Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari kvennaliðs Damaiense í Portúgal. Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu að Þorlákur hafi ekki séð fyrir sér að geta tekið liðið lengra undir núverandi kringumstæðum.
Láki tók við Damaiense seint á síðasta ári og undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar.
Í yfirlýsingu frá Damaiense segir félagið það sárt að sjá á eftir Láka og þakkar það honum fyrir hans störf.
Tomás Tengarrinha heitir sá sem tekur við liðinu en hann gegndi áður starfi yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.
Láki stýrði karlaliði Þórs á Íslandi áður en hann tók við Damaiense.
Athugasemdir