Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákur hættur sem þjálfari Damaiense (Staðfest)
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari kvennaliðs Damaiense í Portúgal. Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu að Þorlákur hafi ekki séð fyrir sér að geta tekið liðið lengra undir núverandi kringumstæðum.

Láki tók við Damaiense seint á síðasta ári og undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar.

Í yfirlýsingu frá Damaiense segir félagið það sárt að sjá á eftir Láka og þakkar það honum fyrir hans störf.

Tomás Tengarrinha heitir sá sem tekur við liðinu en hann gegndi áður starfi yfirmanns fótboltamála hjá félaginu.

Láki stýrði karlaliði Þórs á Íslandi áður en hann tók við Damaiense.
Athugasemdir
banner
banner
banner