Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sér Jóa Berg fyrir sér á hægri kantinum - „Fyrri afrek voru ekki rædd"
Mættur aftur í landsliðið.
Mættur aftur í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan í sumar. Hann kemur inn fyrir Sævar Atla Magnússon sem meiddist í leiknum gegn Frakklandi á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.

Það vatki talsverða athygli að Arnar hafði ekki samband við Jóhann fyrir valið á síðasta hóp og var sú nálgun hans gagnrýnd. Aron Guðmundsson á Vísi spurði Arnar út í Jóhann á fréttamannafundi í dag og nefndi að margir hafi móðgast fyrir hönd Jóhanns. Nánar um það allt saman í hlekknum neðst. Þurfti eitthvað að hreinsa loftið?

„Ég tjáði honum það að hann væri valinn í þennan hóp og hann var bara gríðarlega ánægður með það. Fyrri afrek voru ekki rædd, hann var bara stoltur, til í slaginn og hungraður að hjálpa okkur," sagði Arnar. Hann var svo spurður frekar út í valið á Jóhanni.

„Það er aðeins meiri strúktúr á þessum hóp heldur en áður, það sést meira hvar hver leikmaður er að fara spila. Við sjáum fyrir okkur að hann verði kannski á hægri kantinum - berjist um þá stöðu. Fyrir utan gæði og það hversu mikill sigurvegari hann er þá kemur hann með reynslu sem við þurfum á að halda í þessum glugga - leikmenn sem hafa spilað stóra leiki áður geta hjálpað okkur," sagði Arnar.

Arnar sagði fyrir mánuði síðan að aðrir stæðu Jóhanni framar. Arnar segir að það hafi breyst.

„Klárlega. Við spiluðum tvo heimaleiki í síðasta glugga og tveir heimaleikir eru allt öðruvísi heldur en tveir útileikir. Við vorum með öðruvísi vægi í heimaleikjunum, sumt gekk mjög vel og annað gekk miður. Í þessum glugga verður annað leikplan, ég held að allir vita hvað við þurfum að ganga í gegnum til að ná okkar markmiðum. Fyrst og fremst erum við að velja leikmenn sem henta hvaða verkefni fyrir sig og Jói hentar þessu verkefni mjög vel," sagði Arnar.

Markmiðið er að ná 2. sæti riðilsins og tryggja með því umspilssæti um sæti á HM næsta sumar.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner