Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 11:47
Brynjar Ingi Erluson
Alfreð ekki með til Moldóvu - Viðar Örn búinn að ná sér af veikindum
Icelandair
Alfreð Finnbogason er farinn til Þýskalands
Alfreð Finnbogason er farinn til Þýskalands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason flýgur ekki með liðinu til Mólduvu en hann meiddist illa gegn Tyrklandi í gær. Viðar Örn Kjartansson er búinn að ná sér af veikindum.

Alfreð fór úr axlarlið í leik Íslands gegn Tyrklandi í gær og er ljóst að meiðsli hans eru alvarleg.

Hann þurfti að fara af velli og kom Arnór Sigurðsson inná í hans stað á 24. mínútu.

Alfreð ferðast ekki með liðinu til Moldóvu og er nú á leið aftur til Þýskalands.

Viðar Örn Kjartansson er hins vegar búinn að ná sér af veikindum og er leikfær.

Liðið er nú á leið til Moldóvu en ljóst er að íslenska liðið þarf að spila tvo umspilsleiki í mars á næsta ári til að eiga möguleika á að komast á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner