Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 10:43
Magnús Már Einarsson
Southgate: Joe Gomez gerði ekkert rangt
Joe Gomez.
Joe Gomez.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög vonsvikinn fyrir hönd Joe," sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir 7-0 sigur liðsins gegn Svartfjallalandi í gær.

Áhorfendur á Wembley bauluðu þegar Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, kom inn á í gær.

Raheem Sterling spilaði ekki leikinn í gær eftir að hann réðst á Gomez í mötuneyti enska landsliðsins í gær. Southgate hefur áður sagt að Gomez hafi verið saklaus í því máli og hann var svekktur með móttökurnar sem leikmaðurinn fékk í gær.

„Joe hefur ekki gert neitt rangt og enginn leikmaður ætti að lenda í því að fá baul á sig þegar hann klæðist treyjunni. Allir leikmennirnir eru vonsviknir yfir þessu," sagði Southgate.

Sjá einnig:
Baulað á Joe Gomez - Sterling klappaði
Sterling kemur Gomez til varnar: Mér að kenna
Athugasemdir
banner
banner
banner