Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. nóvember 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef ég hefði fengið að velja hefði ég samt valið A-landsliðið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Lunddal Friðriksson á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Færeyjum í fyrra. Hann var aftur valinn í landsliðið í janúar þar sem hann lék gegn Úganda og síðast lék hann gegn San Marínó í júní.


Á sama tíma var u21 árs landsliðið að spila mikilvæga leiki í undankeppni EM. Valgeir var í viðtali hjá Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði en hann var spurður hvort hann hefði frekar viljað spila með u21 í júní.

„Auðvitað var allt upp í skýjunum hjá þeim. Ég vildi bara fá að spila í staðinn fyrir að vera bara að æfa með A-landsliðinu, maður er í fótbolta til að spila leiki. Það er ekkert stærra skref á Íslandi en A-landsliðið og auðvitað segir maður ekkert nei við því,"

„Ég held að ef ég hefði fengið að velja hefði ég samt valið A-landsliðið og spila þennan San Marino leik, það er ekkert stærra en að vera í A-landsliðinu,"

Valgeir er í landsliðshópnum fyrir Eystrasaltsbikarinn sem hefst á morgun en þegar þetta viðtal var tekið var ekki búið að velja hópinn. Hann var spurður hvort hann myndi búast við því að vera valinn.

„Maður vill vera þar, ég ætla aldrei að búast við því, það er bara þjálfarinn sem velur það. Auðvitað vill maður alltaf vera valinn og það er alltaf heiður að vera valinn í A-landsliðið, það er alltaf heiður," sagði Valgeir.

Annað úr viðtalinu:
Valgeir Lunddal: Maður stefnir alltaf hátt en þetta toppar allt
Var staðráðinn í að fara ekki til íslands: Tvö rétt skref í röð


Valgeir Lunddal: Maður stefnir alltaf hátt en þetta toppar allt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner