Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. desember 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það var stærsta skrefið fyrir mig varðandi að læra íslenskuna"
Gunnar Nielsen
Gunnar Nielsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen hefur spilað hér á landi fá árinu 2015, hann lék eitt tímabil með Stjörnunni en fór svo í FH og var þar í sjö tímabil. Hann verður ekki áfram í FH og óvíst hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Gunnar ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku og var hann spurður hvort hann liti á sig sem hálfgerðan Íslending og hvort hann langaði til þess að búa á Íslandi út lífið.

„Við erum byrjuð að byggja hús í Þórshöfn í Færeyjum, svo þetta endar örugglega alltaf með því að við flytjum heim aftur. Mamma var frá Íslandi svo ég var alltaf vanur að koma mikið til Íslands í frí á sumrin. Ég er hálfur Íslendingu og myndi alltaf koma mikið til Íslands, en í hjartanu mun ég alltaf vera Færeyingur," sagði Gunnar.

Hann var svo í lok viðtals spurður út í lífið utan vallar. Hann er sölumaður hjá Smyril Line.

„Þegar þessi (fótbolta)ferill endar þá byrjar annar ferill hjá mér. Mér finnst spennandi að geta skoðað alla möguleika, þarf ekki alltaf að pæla í að ég sé að fara keppa þarna og þarna, kemst ekki þangað eða þangað út af fótboltanum. Það er svolítið búið að vera þannig öll þessi ár. Fótboltinn er búinn að gefa mér rosalega mikið og ég horfi á þetta sem tækifæri núna, ef ég er hættur, að prófa eitthvað nýtt og ekki vera svo bundinn út af fótboltanum."

Gunnar talar mjög góða íslensku, en hvernig er það þegar maður kann færeysku, hvað er erfiðast við íslensku?

„Við Færeyingar tölum svolítið hratt, þegar maður talar íslensku þarf maður alltaf að klára segja alla bókstafina. Ég þarf að sega 'ð', ég hef ekki alltaf tíma, er oft að drífa mig og það heyrist ekki alltaf. Líka með 'r' hljóminn, 'ð' og 'r', finnst mér stundum svolítið erfitt."

„Það var auðvelt að skilja íslensku, ég kom mikið til Íslands sem krakki, en mér finnst svolítið erfitt að tala og líka skrifað. Það hjálpaði mér þegar ég byrjaði að vinna í Smyril Line, þá var ég mikið í símanum við íslenska viðskiptavini og að senda tölvupósta. Það hjálpar rosalega mikið að lesa og skrifa íslensku á hverjum degi. Það var stærsta skrefið fyrir mig varðandi að læra íslenskuna,"
sagði Gunnar.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Athugasemdir
banner
banner