Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 16. janúar 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Betis kaupir argentínskan landsliðsmann (Staðfest)
Real Betis hefur staðfest kaup á Guido Rodriguez frá America í Mexíkó.

Þetta er annað árið í röð sem Betis krækir í leikmann America í janúarglugganum því í fyrra keypti Betis Diego Lainez frá mexíkóska félaginu.

Rodriguez kostar tæplega átta milljónir punda. Hann er 25 ára varnarsinnaður miðjumaður sem hefur undanfarið verið í landsliðshópi Argentínu.

Samningur Rodriguez er til ársins 2024. Hann hefur alls leikið níu landsleiki fyrir Argentínu. Fyrr í þessum glugga fékk Betis Carles Alena frá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner