Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. janúar 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nani mættur til Venezia (Staðfest)
Nani er orðinn leikmaður Venezia.
Nani er orðinn leikmaður Venezia.
Mynd: Getty Images
Hinn 35 ára gamli Nani er búinn að skrifa undir samning við ítalska úrvalsdeildarfélagið Venezia.

Nani, sem er fyrrum leikmaður Manchester United og Lazio, hefur verið hjá Orlando City síðan 2019 en var frjáls ferða sinna eftir að samningur hans rann út.

Arnór Sigurðsson er hjá Venezia og kemur Nani með aukna samkeppni fyrir hann. Arnór hefur að mestu verið notaður sem varamaður á tímabilinu og spilað sex leiki í ítölsku A-deildinni.

Hjá félaginu eru alls sex Íslendingar. Arnór er í aðalliðinu og í unglingaliðum félagsins eru Hilmir Rafn Mikaelsson, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson. Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnússon Karlsson eru á láni í ítölsku C-deildinni.

Veneza er í sautjánda sæti ítölsku A-deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner