Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. janúar 2022 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tore Andre Flo sækir Hörð Inga - Allt frágengið
Á landsliðsæfingu síðasta sumar
Á landsliðsæfingu síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er á leið til norska félagsins Sogndal. Frá þessu var greint í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Hörður er 23 ára gamall og spilaði 21 leik með FH í efstu deild í fyrra. Hann spilaði alls átján U21 landsleiki og hefur leikið einn A-landsleik, vináttuleik gegn Mexíkó í fyrra.

Hörður skrifar undir þriggja ára samning við Sogndal sem spilar í næstefstu deild í Noregi. FH og Sogndal hafa náð saman og þá er Hörður, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, búinn að ná samkomulagi um persónuleg kjör. Hörður mun fara til Noregs á næstu dögum.

Sogndal leitar til Harðar þar sem hægri bakvörður félagsins, Daniel Eid, var seldur til sænska félagsins Norrköping. Sogndal hafði fylgst með Herði í einhvern tíma. Tore Andre Flo, fyrrum leikmaður Chelsea, er nýr stjóri félagsins en Flo fjölskyldan er frá Sogndal.

Sogndal er með það markmið að komast upp í efstu deild. Emil Pálsson lék með liðinu á láni frá Sarpsborg seinni hluta síðasta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner