Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. janúar 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Útskýrir hvers vegna Rashford átti að vera rangstæður
Mynd: Getty Images
Mynd af atvikinu með og án Marcus Rashford.
Mynd af atvikinu með og án Marcus Rashford.
Mynd: Sky Sports

Dermot Gallagher, fyrrum úrvalsdeildardómari, er sérfræðingur Sky Sports þegar kemur að vafamálum í dómgæslu í enska boltanum.


Hann var beðinn um sína skoðun á gífurlega umdeildu marki Bruno Fernandes í 2-1 sigri Manchester United í nágrannaslagnum gegn Manchester City.

Marcus Rashford var þar í rangstöðu en hljóp fleiri metra á eftir boltanum, án þess að snerta hann, áður en Fernandes skoraði. Aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu en Stuart Atwell dómari ákvað að leyfa markinu að standa og VAR gat ekkert aðhafst þar sem ekki var um augljós dómaramistök að ræða, samkvæmt reglubókinni. Dómari leiksins mat atvikið sem svo að Rashford hafði ekki áhrif á leikinn.

Gallagher er ekki sammála því og segist handviss um að Rashford hafi haft áhrif á minnst tvo leikmenn Man City í aðdraganda marksins og ekki er hægt að neita því ef endursýningar eru skoðaðar.

„Að mínu mati er þetta rangstaða en þetta er samt erfið ákvörðun því þessi rangstaða er huglæg. Mismunandi dómarar geta túlkað sömu aðstæður á mismunandi máta. Að mínu mati eru nokkrar ástæður fyrir því að þetta er rangstaða," segir Gallagher.

„Rashford er alltof nálægt boltanum og breytir hlaupaleið sinni til að elta boltann. Hann hefur bæði áhrif á staðsetningu markvarðarins og á hlaup (Manuel) Akanji.

„Ef ég hefði dæmt þennan leik þá hefði ég hlustað á Darren Cann aðstoðardómara. Hann var aðstoðardómari í úrslitaleik HM svo hann þekkir rangstöðureglurnar talsvert betur en ég."


Athugasemdir
banner
banner
banner