
Kórdrengir hafa staðfest þátttöku fyrir næstu leiktíð eins og greint var frá fyrir stuttu síðan.
Heimavöllur Kórdrengja næsta sumar verður Kaplakrikavöllur í Hafnarfirði en sagt var frá því um helgina að FH væri í viðræðum um að taka yfir Kórdrengi sem leika í Lengjudeildinni.
Kórdrengir hafa verið án þjálfara og heimavallar auk þess sem margir lykilmenn eru horfnir á braut. Því hefur framtíð félagsins verið í mikilli óvissu.
Talið er að FH ætli sér að nýta Kórdrengi undir unga leikmenn sína, að þeir fái þá reynslu í næst efstu deild, en hingað til hefur ekki náðst í Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, til að fleiri upplýsingar um samstarfið.
Undirritaður náði tali af Sigurði Lár Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Kórdrengja, en hann vildi lítið sem ekkert tjá sig á þessari stundu. Hann segir að von sé á yfirlýsingu á Kórdrengjum á næstu dögum um þetta mál.
Athugasemdir