Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marmoush gerir fimm ára samning við Man City
Mynd: Getty Images

Omar Marmoush er á leið til Man City eftir að félagið náði samkomulagi við Frankfurt um kaupverðið.


Kaupverðið er hvergi gefið upp en Fabrizio Romano greinir frá því að leikmaðurinn hafi samþykkt fimm ára samning við félagið.

Marmoush hefur átti frábært tímabil með Frankfurt en hann hefur skorað tuttugu mörk og lagt upp þrettán í 26 leikjum.

Það hefur verið nóg að gera hjá City í janúar en hinn 19 ára gamli Brasilíumaður Vitor Reis og Abdukodir Khusanov, tvítugur Úsbeki, eru á leið í læknisskoðun hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner