Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 17:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sefur ekki mikið í nótt en á morgun er nýr dagur"
Pepe Reina.
Pepe Reina.
Mynd: Getty Images
Pepe Reina, markvörður Aston Villa, var maður leiksins þegar Aston Villa tapaði gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham vann 3-2, en Son Heung-min skoraði sigurmarkið seint í uppbótartímanum eftir slæm mistök Björn Engels.

Reina kom liðsfélaga sínum til varnar í viðtali eftir leik.

„Það gera allir mistök. Bjorn átti frábæra leik og svona gerist. Við verðum að hressa hann við núna," sagði Reina eftir leikinn.

„Ég hef lent í þessu, svona er fótbolti. Við gerum mistök og lærum af þeim. Hann sefur eflaust ekki mikið í nótt, en á morgun er annar dagur."

„Við verðum að taka það jákvæða úr leiknum. Í vetrarfríinu æfðum við mjög vel. Við verðum að sýna meiri stöðugleika og fá á okkur færri mörk, en við munum vinna í því," sagði Reina.

Aston Villa er í 17. sæti, einu stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner