Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 16. febrúar 2023 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish heiðarlegur eftir leik: Vil ekki segja mikið um það
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish átti góðan leik þegar Manchester City vann sigur á Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi.

Grealish skoraði annað mark City í leiknum eftir góðan undirbúning frá Erling Haaland og Ilkay Gundogan.

Grealish fór í viðtal eftir leikinn og var hreinskilinn um frammistöðu City sem var lengi vel ekki góð. Hún skánaði þó mikið í seinni hálfleik eftir mjög slakan fyrri hálfleik.

„Ef ég er hreinskilinn þá fannst mér við ekki spila vel í leiknum," sagði Grealish eftir leik.

„Arsenal spilaði mun betur og þeir voru betra liðið."

Grealish var þá bent á að City hafi bara verið 36 prósent með boltann í leiknum en hann var steinhissa yfir því, enda gerist það ekki oft að lið Pep Guardiola sé svona lítið með boltann. „Ég vil ekki segja mikið um það, en þetta er það sem ég er að tala um. Mér fannst þeir vera betra liðið."

„Ef þú ætlar að vinna titla þá verðurðu að vinna leiki jafnvel þó þú sért ekki upp á þitt besta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner