Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 16. febrúar 2023 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar hlustaði ekki á Mbappe
Neymar og Kylian Mbappe.
Neymar og Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Neymar hefur verið mikið gagnrýndur eftir tap Paris Saint-Germain gegn Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.

Neymar var mjög slakur í leiknum - sem var á heimavelli PSG - en hann endaði 0-1 fyrir Bayern.

Eftir leik talaði Kylian Mbappe um það að leikmenn þyrftu að borða vel og hvílast vel næstu daga svo liðið mæti ferskt í seinni leikinn í Þýskalandi.

Neymar hlustaði ekkert sérlega vel á liðsfélaga sinn því degi síðar var hann mættur seint að kvöldi á Pókermót í París. Hann og félagar hans skelltu sér svo á skyndibitastaðinn McDonald's að því loknu.

Stuðningsmenn PSG hafa lýst yfir reiði sinni með þetta hjá Neymar og telja hann ekki sýna mikla fagmennsku í þessu tilfelli. Neymar er fyrir ekki mjög vinsæll á meðal hörðustu stuðningsmanna félagsins þar sem hann hefur ekki staðið undir verðmiðanum.

Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar en PSG keypti hann fyrir 220 milljónir evra árið 2017. Neymar hefur ekki alveg staðist væntingarnar í ljósi þess að félagið hefur ekki unnið Meistaradeildina frá því hann kom. Hann er búinn að vera mikið meiddur og ekki staðið undir þessum rosalega verðmiða.

Það hefur verið fjallað um að samband hans við Mbappe sé ekki gott. Mbappe fékk risastóran samning síðasta sumar og meiri völd hjá félaginu. Hann er sagður vilja losna við brasilísku ofurstjörnuna fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner