Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A-landsliðs kvenna fyrir leikina gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.
Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.
Fanney Inga byrjaði síðasta landsleik gegn Danmörku og var algjörlega stórkostleg þar. Hún fékk meðal annars tíu í einkunn hér á Fótbolta.net.
Auður, sem er tvítug, er á mála hjá Stjörnunni en hún hefur ekki enn spilað A-landsleik þó hún hafi verið í hópnum nokkrum sinnum.
Þetta er önnur breytingin sem Þorsteinn Halldórsson hefur þurft að gera á hópi sínum í vikunni en Natasha Anasi kom inn fyrir Örnu Sif Ásgrímsdóttur í gær.
Athugasemdir