Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fös 16. febrúar 2024 22:24
Sölvi Haraldsson
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var erfitt í seinni, við þurftum að þrauka þetta. Síðan fáum við víti og skorum en sýndum síðan mikinn karakter að skora aftur eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á okkur,“ sagði Óliver Elís Hlynsson, varnarmaður ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga gegn Fram í kvöld.


Óliver var valinn maður leiksins á miðlum ÍR en hann telur að plan ÍR-inga fyrir seinni hálfleikinn hafi alls ekki gengið upp eftir frábæran fyrri hálfleik.

Planið okkar gekk ekki alveg eins og við ætluðum okkur í seinni, bara algjörlega ekki. Við fórum bara í eitthvað survival mode. En þessi liðsheild sem við höfum, að við klárum það þrátt fyrir það að spila ekki eftir okkar plani.

Honum finnst einnig ÍR hafa sýnt það í gegnum árin að þeir geta staðið í liðunum efstu deild.

Við höfum sýnt það í Reykjavíkurmótinu í ár og seinustu ár að ef við spilum okkar leik getum við staðið í öllum þessum liðum.“

Óliver er spenntur fyrir komandi átökum í Lengjudeildinni með uppeldisfélaginu sínu og er búinn að setja sér markmið fyrir tímabilið.

Ég ætla að reyna að spila sem mest. Við erum auðvitað í deild fyrir ofan núna en persónulega ætla ég að sýna það að ég get spilað í þessari deild, og síðan að liðið geti það. Ég hef fulla trú á þessu liði og þessum leikmönnum.“ sagði kampakátur Óliver Elís Hlynsson eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner