Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 16. febrúar 2024 22:24
Sölvi Haraldsson
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var erfitt í seinni, við þurftum að þrauka þetta. Síðan fáum við víti og skorum en sýndum síðan mikinn karakter að skora aftur eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á okkur,“ sagði Óliver Elís Hlynsson, varnarmaður ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga gegn Fram í kvöld.


Óliver var valinn maður leiksins á miðlum ÍR en hann telur að plan ÍR-inga fyrir seinni hálfleikinn hafi alls ekki gengið upp eftir frábæran fyrri hálfleik.

Planið okkar gekk ekki alveg eins og við ætluðum okkur í seinni, bara algjörlega ekki. Við fórum bara í eitthvað survival mode. En þessi liðsheild sem við höfum, að við klárum það þrátt fyrir það að spila ekki eftir okkar plani.

Honum finnst einnig ÍR hafa sýnt það í gegnum árin að þeir geta staðið í liðunum efstu deild.

Við höfum sýnt það í Reykjavíkurmótinu í ár og seinustu ár að ef við spilum okkar leik getum við staðið í öllum þessum liðum.“

Óliver er spenntur fyrir komandi átökum í Lengjudeildinni með uppeldisfélaginu sínu og er búinn að setja sér markmið fyrir tímabilið.

Ég ætla að reyna að spila sem mest. Við erum auðvitað í deild fyrir ofan núna en persónulega ætla ég að sýna það að ég get spilað í þessari deild, og síðan að liðið geti það. Ég hef fulla trú á þessu liði og þessum leikmönnum.“ sagði kampakátur Óliver Elís Hlynsson eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir