Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   fös 16. febrúar 2024 22:24
Sölvi Haraldsson
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var erfitt í seinni, við þurftum að þrauka þetta. Síðan fáum við víti og skorum en sýndum síðan mikinn karakter að skora aftur eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á okkur,“ sagði Óliver Elís Hlynsson, varnarmaður ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga gegn Fram í kvöld.


Óliver var valinn maður leiksins á miðlum ÍR en hann telur að plan ÍR-inga fyrir seinni hálfleikinn hafi alls ekki gengið upp eftir frábæran fyrri hálfleik.

Planið okkar gekk ekki alveg eins og við ætluðum okkur í seinni, bara algjörlega ekki. Við fórum bara í eitthvað survival mode. En þessi liðsheild sem við höfum, að við klárum það þrátt fyrir það að spila ekki eftir okkar plani.

Honum finnst einnig ÍR hafa sýnt það í gegnum árin að þeir geta staðið í liðunum efstu deild.

Við höfum sýnt það í Reykjavíkurmótinu í ár og seinustu ár að ef við spilum okkar leik getum við staðið í öllum þessum liðum.“

Óliver er spenntur fyrir komandi átökum í Lengjudeildinni með uppeldisfélaginu sínu og er búinn að setja sér markmið fyrir tímabilið.

Ég ætla að reyna að spila sem mest. Við erum auðvitað í deild fyrir ofan núna en persónulega ætla ég að sýna það að ég get spilað í þessari deild, og síðan að liðið geti það. Ég hef fulla trú á þessu liði og þessum leikmönnum.“ sagði kampakátur Óliver Elís Hlynsson eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner