Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
banner
   fös 16. febrúar 2024 22:24
Sölvi Haraldsson
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var erfitt í seinni, við þurftum að þrauka þetta. Síðan fáum við víti og skorum en sýndum síðan mikinn karakter að skora aftur eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á okkur,“ sagði Óliver Elís Hlynsson, varnarmaður ÍR, eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga gegn Fram í kvöld.


Óliver var valinn maður leiksins á miðlum ÍR en hann telur að plan ÍR-inga fyrir seinni hálfleikinn hafi alls ekki gengið upp eftir frábæran fyrri hálfleik.

Planið okkar gekk ekki alveg eins og við ætluðum okkur í seinni, bara algjörlega ekki. Við fórum bara í eitthvað survival mode. En þessi liðsheild sem við höfum, að við klárum það þrátt fyrir það að spila ekki eftir okkar plani.

Honum finnst einnig ÍR hafa sýnt það í gegnum árin að þeir geta staðið í liðunum efstu deild.

Við höfum sýnt það í Reykjavíkurmótinu í ár og seinustu ár að ef við spilum okkar leik getum við staðið í öllum þessum liðum.“

Óliver er spenntur fyrir komandi átökum í Lengjudeildinni með uppeldisfélaginu sínu og er búinn að setja sér markmið fyrir tímabilið.

Ég ætla að reyna að spila sem mest. Við erum auðvitað í deild fyrir ofan núna en persónulega ætla ég að sýna það að ég get spilað í þessari deild, og síðan að liðið geti það. Ég hef fulla trú á þessu liði og þessum leikmönnum.“ sagði kampakátur Óliver Elís Hlynsson eftir dramatískan 2-1 sigur ÍR-inga á Fram í Lengjubikarnum í kvöld.

Viðtalið er lengra en það má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner