Liverpool fær Wolves í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00. Stjórar liðanna hafa nú tilkynnt byrjunarlið sín fyrir leikinn.
Liverpool gerði jafntefli við Everton í vikunni og frá þeim leik gerir Arne Slot knattspyrnustjóri liðsins tvær breytingar.
Trend Alexander-Arnold kemur aftur í vinstri bakvörðinn og Conor Bradley sest á bekkinn. Þá kemur Diogo Jota inn í framlínuna fyrir Cody Gakpo sem er meiddur.
Hjá Wolves fer Jean-Ricner Bellegarde á bekkinn í stað Joao Gomes frá síðasta leik.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Szoboszlai, Mac Allister, Gravenberch, Jota, Salah, Diaz.
Varamenn: Kelleher, Endo, Nunez, Chiesa, Elliott, Tsimikas, McConnell, Quansah, Bradley.
Wolves: Sa, Doherty, Ait-Nouri, Gomes, Andre, Cunha, Agbadou, Sarabia, Semedo, Toti, Guedes.
Varamenn: Bentley, Bueno, Munetsi, Traore, Doyle, Forbs, Bellegarde, Djiga, Lima.
Athugasemdir