Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 11:16
Hafliði Breiðfjörð
Lögregla ræddi við stjóra og leikmann Burton
Gary Bowyer.
Gary Bowyer.
Mynd: EPA
Breska lögreglan ræddi við Gary Bowyer stjóra Burton og Udoka Godwin-Malife leikmann liðsins eftir leikinn gegn Bristol Rovers í ensku 1. deildinni í gær.

Godwin-Malife varð fyrir kynþáttaníði í leiknum en Tom Kirk dómari leiksins stöðvaði leikinn um miðjan síðari hálfleikinn vegna þessa.

Stuðningsmanni Bristol var vísað úr stúkunni eftir að nokkrir leikmenn kvörtuðu undan honum í leiknum.

„Ég get ekki sagt mikið um þetta sem stendur en þó að rannsókn er í gangi svo ég get ekki tjáð mig um neitt annað núna," sagði Bowyer.

„Ég hef mestar áhyggjur af velferð leikmanna okkar og það skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vil sjá til þess að leikmenn okkar séu í lagi svo við munum aðstoða eins og við getum í þessu máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner