Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Spenntir fyrir seinni hluta tímabilsins
Mynd: EPA
Ange Postecoglou þjálfari Tottenham var kátur með langþráðan heimasigur í ensku úrvalsdeildinni, þann fyrsta síðan 3. nóvember.

Tottenham vann 1-0 gegn Manchester United í dag og er þetta annar sigur liðsins í röð í deildinni eftir að hafa lagt Brentford að velli í Lundúnaslag í byrjun mánaðar.

Margir leikmenn sneru aftur í leikmannahóp Tottenham eftir meiðsli og var Postecoglou ánægður með sína menn.

„Það var mikilvægt að sigra í dag, við fengum mikla gæðamenn aftur úr meiðslum og það hjálpaði okkur," sagði Postecoglou, en James Maddison skoraði eina mark leiksins og hélt Guglielmo Vicario hreinu í endurkomu sinni á milli stanganna.

„Núna þurfa leikmenn að finna taktinn eftir meiðslin og við getum byrjað að ná betri úrslitum. Það er frábært að fá strákana aftur úr meiðslum og pressan okkar var strax orðin betri heldur en hún hefur verið upp á síðkastið. Við gerðum United mjög erfitt fyrir.

„Það er ýmislegt sem við megum bæta og við munum leggja mikla vinnu í það, við áttum fínan leik en vorum langt frá okkar besta."


Tottenham er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

„Við erum gríðarlega spenntir fyrir seinni hluta tímabilsins. Við erum byrjaðir að æfa aftur með eðlilegri stærð af leikmannahóp og erum ekki lengur á æfingum með unglingaliðunum. Við erum ekki í góðri stöðu í deildinni og viljum lagfæra það, auk þess að eiga risastóra möguleika í Evrópudeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner