Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City segist vera vongóður um að geta teflt fram Erling Haaland í seinni leiknum gegn Real Madrid á miðvikudaginn.
Haaland sem var fyrirliði liðsins í fyrsta sinn í leiknum gegn Newcastle í gær meiddist í seint í leiknum og varð að fara af velli. Hann hélt um hægra hnéð en eftir aðhlynningu gekk hann sjálfur af velli.
„Það voru allir hræddir þegar hann fór niður," sagði Guardiola. „En svo gekk hann brosandi af velli og læknirinn sagði mér engar slæmar fréttir svo vonandi er hann í lagi."
„Ég er ekki búinn að ræða við lækninn, kannski er þetta ekki eins slæmt og það gæti verið."
Athugasemdir