Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 19:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Burn: Ég vil ekki fara að sofa
Burn í baráttunni í kvöld
Burn í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA
Dan Burn, leikmaður Newcastle, kom liðinu í forystu þegar Newcastle lagði Liverpool í úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Hann skoraði með skalla undir lok fyrri hálfleiks og Alexander Isak innsiglaði sigurinn snemma í seinni hálfleik.

„Ekki slæmt, ég hef átt verri vikur. Ég vil ekki fara að sofa því mér líður eins og ég sé að dreyma. Ég vissi að Alexis (Mac Allister) var ekki að fylgjast með svo ég gat stokkið á hann. Um leið og ég náði skallanum vissi ég að boltinn færi inn. Ég skora ekki oft, ég geymdi það allavega fyrir stórt augnablik," sagði Burn.

Þetta er fyrsti deildabikarmeistaratitill Newcastle og fyrsti titill félagsins í 70 ár.
Athugasemdir
banner
banner