Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   sun 16. mars 2025 10:48
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool að vinna baráttuna um Guehi - Real Madrid ætlar að reyna við Saliba
Powerade
Fer Marc Guehi til Liverpool?
Fer Marc Guehi til Liverpool?
Mynd: EPA
Saliba er orðaður við Real Madrid
Saliba er orðaður við Real Madrid
Mynd: EPA
Randal Kolo Muani gæti farið til Newcastle
Randal Kolo Muani gæti farið til Newcastle
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakka dagsins á þessum fína sunnudegi en Liverpool ætlar að styrkja vörnina og þá er umræða um að Real Madrid ætli að reyna við William Saliba, varnarmann Arsenal.

Liverpool er að vinna baráttuna við Chelsea og Newcastle United um enska miðvörðinn Marc Guehi (24), sem er á mála hjá Crystal Palace. (Mirror)

Umboðsmaður argentínska framherjans Julian Alvarez (25) segir að Liverpool hafi sýnt leikmanninum áhuga síðasta sumar áður en hann gekk í raðir Atlético Madríd frá Manchester City. (Liverpool Echo)

Liverpool er þá að íhuga að selja úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (25) í sumar, en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður hafa áhuga á að fá hann til félagsins. (Fichajes)

Real Madrid ætlar að reyna við William Saliba (23), varnarmann Arsenal, í sumar. (Relevo)

Manchester United, Liverpool og West Ham hafa öll áhuga á að fá Jonathan David (25), leikmanni Lille og kanadíska landsliðsins, en hann verður samningslaus í sumar. Ensku úrvalsdeildarfélögin munu þó fá samkeppni frá Barcelona, Juventus og Inter. (TuttoJuve)

Newcastle United og Aston Villa eru að leiða kapphlaupið um Semih Kilicsoy (19), framherja Besiktas, en Fulham, Everton og Nottingham Forest eru einnig áhugasöm. (CaughtOffside)

Randal Kolo Muani (26), framherji Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, er á lista hjá Newcastle United, en félagið væri til að fá hann ef Alexander Isak fer í sumar. Kolo Muani er þessa stundina á láni hjá Juventus á ítalíu. (Calciomercato)

Manchester United er að íhuga að leggja fram tilboð í Lucas Chevalier (23), markvörð Lille í Frakklandi. (Give Me Sport)

Sunderland gæti skoðað tilboð sem nemur 20 milljónum punda eða meira í enska miðjumanninn Jobe Bellingham (19) ef félaginu mistekst að komast upp í úrvalsdeildina. Borussia Dortmund, Chelsea, Crystal Palace og Tottenham eru einnig sögð hafa áhuga á honum. (Football Insider)

Timo Werner (29) gæti gengið í raðir New York Red Bulls á láni frá RB Leipzig í sumar en Tottenham hefur ákveðið að nýta ekki kaupákvæði í samningi leikmannsins. (Teamtalk)

Christian Pulisic (26), leikmaður AC Milan á Ítalíu, segist vilja vera áfram hjá félaginu, en talið er að hann framlengi við félagið á næstu vikum. (Football Italia)

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur ýjað að því að brasilíski markvörðurinn Alisson Becker (32) muni byrja gegn Newcastle United í enska deildabikarnum í stað Caoimhin Kelleher (26), í dag. (Independent)

Liverpool manager Arne Slot has hinted Brazil goalkeeper Alisson Becker, 32, will start the Carabao Cup final against Newcastle United on Sunday rather than the Republic of Ireland's Caoimhin Kelleher, 26. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner