Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   þri 16. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur og Víkingur hefja sumarið í kvennaboltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem keppnistímabil kvenna fer af stað með stórleik á Hlíðarenda.

Þar taka Íslandsmeistarar Vals á móti bikarmeisturum Víkings R., sem eru einnig nýliðar í Bestu deildinni eftir frábært ár í Lengjudeildinni í fyrra.

Liðin eigast við í Meistarakeppni kvenna, þar sem sigurvegari kvöldsins hlýtur nafnbótina meistari meistaranna.

Búist er við sigri Vals sem er með ógnarsterkt lið og var að bæta Nadíu Atladóttur við hópinn hjá sér. Nadía kemur úr röðum Víkings og verður fróðlegt að sjá hvort hún fái að spreyta sig gegn sínum gömlu stöllum í sínum fyrsta leik fyrir nýtt félag.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á íþróttastöð RÚV.

Til gamans má geta að Valur og Víkingur R. áttust einnig við í úrslitaleiknum í karlaflokki, en þar höfðu ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings betur eftir vítakeppni.

Leikur kvöldsins:
19:30 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner