Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Sama lið og síðast hjá Arteta - Tvær breytingar hjá Ancelotti
Mynd: EPA
Real Madrid þarf á kraftaverki að halda þegar liðið fær Arsenal í heimsókn í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á Emirates í fyrri leiknum.

Carlo Ancelotti gerir tvær breytingar á liði Real. Lucas Vazquez og Aurelien Tchouameni koma inn fyrir Luka Modric eftir að hafa tekið út leikbann en Eduardo Camavinga er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrri leiknum.

Mikel Arteta stillir upp óbreyttu liði. Declan Rice sem skoraði tvö stórkostleg mörk í fyrri leiknum er á miðjunni ásamt Thomas Partey og Martin Ödegaard. Mikel Merino er áfram fremsti maður.

Inter fær Bayern í heimsókn en Inter er með eins marks forystu eftir sigur í Þýskalandi. Það er ein breyting á liði Inter frá fyrri leiknum en Federico Dimarco hefur jafnað sig af meiðslum og kemur inn fyrir Carlos Augusto. Thomas Muller kemur inn í lið Bayern fyrir Raphael Guerreiro.

Real Madrid: Courtois, Vazquez, Rudiger, Asencio, Alaba, Tchouameni, Valverde, Bellingham, Rodrygo, Vinicius Jr, Mbappe.
Varamenn: Gonzalez, Mestre, Modric, Guler, Vallejo, Ceballos, Garcia, Brahim, Endrick.

Arsenal: Raya, Lewis-Skelly, Kiwior, Saliba, Timber, Partey, Rice, Odegaard, Martinelli, Merino, Saka
Varamenn: Neto, Setford, Tierney, White, Zinchenko, Rosiak, Henry-Francis, Trossard, Butler-Oyedeji, Gower, Sterling, Nwaneri.

Inter: Sommer; Pavard, Acerbi, Bastoni; Darmian, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Lautaro Martinez, Thuram
Varamenn: Di Gennaro, J Martinez, De Vrij, Arnautovic, Frattesi, Asllani, Carlos Augusto, Bisseck, Berenbruch, Cocchi, Zalewski, Taremi

Bayern Munich: Urbig; Laimer, Dier, Kim, Staniši?; Kimmich, Goretzka; Olise, Müller, Sané; Kane
Varamenn: Peretz, Klanac, Gnabry, Coman, Joao Palhinha, Guerreiro, Boey, Vidovic, Kusi-Asare, Pavlovic, Karl
Athugasemdir
banner
banner