Það var mikið um að vera í fyrri hálfleik í leik Real Madrid og Arsenal þrátt fyrir að mörkin hafi látið á sér standa.
Arsenal fékk vítaspyrnu þar sem Raul Asencio braut á Mikel Merino inn á teignum en Francois Letexier, dómari leiksins var sendur í skjáinn einni og hálfri mínútu eftir atvikið.
„Þetta var pjúra víti, fótbolti er ekki glíma. Þetta er svo áberandi á svona stóru svæði," sagði Arnar Gunnlaugsson sérfræðingur á Stöð 2 Sport.
Bukayo Saka steig á punktinn og vippaði boltanum í vinstra hornið og Thibaut Courtois varði frá honum.
„Lélegt víti, það tjippar enginn í hornið, hann ætlar að setja þetta í miðjuna, það vantaði aðeins meiri yfirvegun í þetta," sagði Albert Brynjar Ingason.
Letexier dæmdi svo brot inn í teig Real Madrid þegar Kylian Mbappe féll í teignum eftir viðskipti við Declan Rice.
„Það var eins og þeir væru að horfa á Friends þátt í VAR herberginu, þeir voru í góðar 20 mínútur að ákveða sig," sagði Kjartan Atli Kjartanson. Letexier var sendur í skjáinn að lokum og niðurstaðan var sú að Rice hafi ekki brotið af sér.
Posts from the soccer
community on Reddit
Athugasemdir