Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 13:52
Elvar Geir Magnússon
Maguire tjáir sig um gagnrýnina sem Onana hefur fengið
Mynd: EPA
Andre Onana markvörður Manchester United hefur fengið mikla gagnrýni eftir slæm mistök og slaka frammistöðu. Vangaveltur eru um að enska félagið sé með í skoðun að skipta um aðalmarkvörð.

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að Andre Onana verði í marki liðsins gegn Lyon í Evrópudeildinni á morgun. Fyrri leikurinn endaði 2-2.

Varnarmaðurinn Harry Maguire hefur tjáð sig um gagnrýnina sem Onana hefur fengið.

„Andre hefur sýnt það í fortíðinni að hann er frábær markvörður. Hann hefur unnið fjölda titla og spilað úrslitaleiki í Evrópu. Það eru alltaf hæðir og lægðir á ferlinum og stundum eru hlutirnir ekki að ganga upp," segir Maguire.

„Sem stendur finnst honum líklega eins og allt sé að ganga á afturfótunum en hann er sterkur karakter og vill sýna öllum úr hverju hann er gerður."

„Það er mjög gott að spila fyrir framan Andre. Ég hef trú á honum og hann hefur átt frábæran feril. Hann hefur mikla reynslu og við vitum allir að hann er virkilega góður markvörður."
Athugasemdir
banner
banner
banner