sun 16. maí 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu sigurmarkinu rosalega vel
Mynd: EPA
Liverpool vann gríðarlega dramatískan sigur á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var 1-1 þegar í uppbótartímann var komið en í uppbótartímanum skoraði markvörðurinn Alisson sigurmark Liverpool.

Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu sem Alisson skallaði í markið. Hann er fyrsti markvörðurinn til að skora mark fyrir Liverpool í keppnisleik frá því félagið var stofnað 1892.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Liverpool sem er núna einu stigi frá Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Liverpool á mikið af stuðningsfólki víðs vegar um heim en það er spurning hvort einhver hafi fagnað eins mikið og þessir tveir hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner