Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallur var fastur í Sviss - „Grétar oft verið betri"
Hallur
Hallur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær
Grétar Snær
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í leikmenn sem voru fjarri góðu gamni hjá KR þegar liðið mætti ÍA í gær.

Hallur Hansson var fjarverandi þar sem hann var í landsliðsverkefni með Færeyjum og Stefán Árni Geirsson glímir við meiðsli.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

„Hallur er fastur í Sviss, átti að koma til landsins í dag og spilaði landsleik í gær svo það var aldrei möguleiki að hann myndi spila hér í dag útaf þessu landsleikjadóti. Stefán Árni er meiddur og 2 - 3 vikur í að hann verði heill," sagði Rúnar.

Reyndi KR að fresta leiknum gegn ÍA vegna landsleikjanna hjá Halli?

„Nei, leikjaprógrammið framundan hjá okkur er það stíft að það er nánast ómögulegt að færa leiki og finna hentugar dagsetningar og þess vegna varð þetta niðurstaðan að spila leikinn án hans. Við erum með nægilega breidd og nægilega góða leikmenn til að fylla hans skarð. Við getum ekki afsakað okkur með því þó ég hefði gjarnan viljað hafa hann."

Þá hafa Kristján Flóki Finnbogason og Emil Ásmundsson verið frá í lengri tíma. Hvernig er staðan á þeim?

„Það styttist í Emil en Kristján er örlítið byrjaður að hjóla og skokka í nokkrar mínútur. Það er einhver tíma í þá báða."

Fyrirliðinn Pálmi Rafn Pálmason var þá ónotaður varamaður á bekknum í gær, Rúnar segir að hann hafi ekki verið leikfær. Grétar Snær Gunnarsson spilaði inn á miðjunni. Hvernig metur Rúnar frammistöðu Grétars?

„Við höfum verið að vinna aðeins með þetta í vetur. Því miður hafa verið töluverð meiðsli í varnarlínunni svo við gátum ekki spilað honum eins marga leiki og ég hefði viljað sjá hann í þessar stöðu en hann hefur leyst þetta mjög vel. Mér fannst hann þokkalegur í dag en hann hefur oft verið betri. Þetta er staðan sem hann ólst upp við að spila og hann kann þetta. Þetta er möguleiki sem við höfum þegar við erum með góða miðverði og mikla samkeppni," sagði Rúnar.

Viðtalið má nálgast í spilaranum hér að neðan.
Rúnar Kristins: Ég og enginn af mínum leikmönnum sætta sig við það
Athugasemdir
banner
banner