
„Þetta var ótrúlega mikill baráttuleikur, týpískur Lengjudeildarleikur sem endaði á Þórssigri þannig við erum sáttir með það," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir sigur á Selfossi í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 1 Selfoss
„Það voru gæði í mörkunum hjá okkur, ég var ánægður með sóknarleikinn á margan hátt í dag, við fengum töluvert af færum í góðum stöðum."
Það kom upp athyglisvert atvik í leiknum þar sem Fannar Daði Malmquist Gíslason varð verulega pirraður á skónum sínum.
„Skórinn hjá honum rifnar og hann var ekki með auka skó, það var að styttast í að við tækjum hann útaf. Hann var líka eitthvað að væla um að fá víti en það var eitthvað kjaftæði," sagði Láki.
Athugasemdir