Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert og félagar fengu ótrúlegan skell á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Öster
Það voru Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í B-deildum norska og sænska boltans.

Í Noregi lék Róbert Orri Þorkelsson allan leikinn í ótrúlegu tapi Kongsvinger á heimavelli gegn Asane.

Gestirnir í liði Asane gerðu sér lítið fyrir og unnu fimm marka sigur til að koma sér úr fallsæti. Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að Kongsvinger trónir á toppi OBOS deildarinnar. Liðið þarf að laga varnarleikinn sinn eftir 4-4 jafntefli í síðustu umferð, en Róbert Orri og félagar hafa því fengið 9 mörk á sig í tveimur leikjum.

Davíð Snær Jóhannsson var þá í byrjunarliði Ålesund sem tapaði 4-0 á útivelli gegn Levanger, en Davíð og félagar í Álasundi dúsa á botni deildarinnar með 9 stig eftir 13 umferðir.

Óskar Borgþórsson kom svo inn af bekknum í sigri Sogndal á útivelli gegn Lyn á meðan Eyþór Martin Björgólfsson fékk að spreyta sig í sigri Moss gegn Bryne.

Þessi fjögur lið eru öll í umspilsbaráttu og unnu Íslendingaliðin góða sigra í dag, þar sem Moss er með 23 stig í fjórða sæti og Sogndal með 20 stig í sjötta sæti.

Í Svíþjóð kom Þorri Mar Þórisson inn af bekknum í 1-1 jafntefli Öster gegn Östersund á meðan Valgeir Valgeirsson lék allan leikinn í tapi Örebro.

Öster er í fjórða sæti deildarinnar, með 20 stig eftir 12 umferðir, á meðan Örebro er í fallbaráttunni með 12 stig.

Kongsvinger 0 - 5 Asane

Levanger 4 - 0 Aalesund

Lyn 1 - 2 Sogndal

Moss 1 - 0 Bryne

Helsingborg 1 - 0 Orebro

Oster 1 - 1 Ostersund

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner