fim 16. júlí 2020 13:35
Magnús Már Einarsson
Forseti UEFA hringdi í eiganda Manchester City
Aleksander Ceferin.
Aleksander Ceferin.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hringdi persónulega í Khaldoon Al Mubarak, formann Manchester City á mánudaginn.

Íþróttadómstóll Evrópu tilkynnti á mánudag að Manchester City fari ekki í tveggja ára bann í Meistaradeildinni fyrir brot á fjárhagsreglum.

UEFA dæmdi Mancheter City í bannið í vetur. Manchester City áfrýjað til íþróttadómstólsins sem felldi bannið niður og lækkaði sekt félagsins úr 30 milljónum evra niður í tíu milljónir evra.

Samkvæmt frétt Sky Sports hringdi Ceferin í Al Mubarak á mánudag til að ræða málin.

Báðir aðilar eru sagðir vilja halda friðinn og fór samtalið fram á góðum nótum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner