Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. júlí 2022 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: Markaregn í Breiðholti
Alexander Kostic
Alexander Kostic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR 3 - 3 KF
1-0 Bergvin Fannar Helgason ('15 )
1-1 Sævar Gylfason ('30 )
2-1 Alexander Kostic ('36 )
2-2 Julio Cesar Fernandes ('55 , Mark úr víti)
3-2 Stefán Þór Pálsson ('68 )
3-3 Ljubomir Delic ('79 )

ÍR og KF mættust í markaleik í tólftu umferð 2. deildarinnar í kvöld.


Fyrir leikinn var tækifæri fyrir KF að fara uppfyrir ÍR og KFA í 6. sæti deildarinnar.

Þetta byrjaði ekki vel fyrir KF þar sem Bergvin Fannar Helgason kom ÍR yfir eftir stundarfjórðung. Sævar Gylfason jafnaði hins vegar metin fimmtán mínútum síðar.

ÍRingar endurheimtu forystuna fljótlega og voru marki yfir í hálfleik.

KF jafnaði öðru sinni snemma í síðari hálfleik þegar Julio Cesar Fernandes skoraði. Stefán Þór Pálsson kom þá ÍR yfir í þriðja sinn í leiknum áður en Ljubomir Delic tryggði KF stigið með því að jafna fyrir KF í þriðja sinn í leiknum.

Alvöru fram og til baka hjá liðinum í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner